Vann að ýmsum tilskipunum á vegum ESB

Það kemur nú fram á Wikipedia-síðunni sem BVG vísar til - þó hann geti þess ekki - að þessi gamli maóisti, Lipietz, hefur unnið að fjölda tilskipana ESB um fjármálastarfsemi frá árinu 1990. Menn þurfa ekki vera þingmenn til þess, geta einfaldlega verið sérfræðingar á vegum flokka, ríkja eða einhverra hagsmunasamtaka. Svo hann er þessu kannski ekki alveg eins ókunnugur málinu og hinn íslenski pólitíski þjáningarbróðir hans heldur fram.

 

 

 

 


mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar stendur þetta? Ég finn það ómögulega...

Agnar (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 13:50

2 identicon

þetta er neðst í Main publications. Við nánari athugun kemur í ljós að þessu var bætt inn í dag og sami aðili og bætti þessu inn heldur því líka fram að Lipietz hafi fundið lækningu við AIDS (líka undir Main publications) og að íslenskir stjórnmálamenn sem vitni í Wikipediu þurfi að finna sér eitthvað annað að gera (undir Alain Lipietz and civic engagement for political ecology).

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:35

3 Smámynd: Haukur Baukur

Hehehehe!!

Hélt fyrst að þingmenn vissu ekkert hvað þeir væru að gera, en af því að þeir styðjast við uppflettimiðilinn Wikipedia, þá getum við bara slakað á. 

Samkvæmt Wikipedia reddast þetta og við verðum skuldlaus árið 2040.

Haukur Baukur, 11.1.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það má aldrei treysta neinu sem fram kemur í Wikipedia. Aldrei.

Það er vel þekkt vandamál að þar eru mjög oft rangar upplýsingar um menn og málefni. Á það ekki síst við um menn sem eru í stjórnmálum eða fjalla um hitamál í vísindum.

Ástæðan er einfaldlaga sú, að hver sem er getur breytt upplýsingum þar hvenær sem er án eftirlits.

Ágúst H Bjarnason, 11.1.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

OK, Wikipedia virðist varasamur upplýsingamiðill, miðað við hvað Lipietz segir sjálfur í viðtali við mbl.is síðdegis. En hafa ekki bæði BVG og Ólína skrafhreifa bæði hlaupið eitthvað á sig í blammeringum í garð mannsins? 

Ágúst Ásgeirsson, 11.1.2010 kl. 21:04

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Er það nú trúlegt að menn hæli sér af einhverju þessu líku í útsendingu sem kann að vera sjónvarpað um allan heim? Þá er nú meira hvað fólk er forhert. Reyndar fannst mér Eva Joly hálf undarleg í þessu viðtali en trúi því að þetta sé rétt sem maðurinn segir.

Nú vitnar RUV í hagfræðiprófessorinn Friðrik Már Baldursson sem sjálfur sagðist ekkert vita um þetta mál, það væri ekki á hans sviði, en kannski gerðist ekki þetta eða hitt. Þeir klikka ekki í áróðrinum . Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.1.2010 kl. 22:10

7 identicon

Tek undir með Kolbrúnu. Friðrik Már sagði í Kastljósi í gærkvöldi að hann hefði ekkert vit á þessu Icesafe máli. Samt hafði hann uppi grímulausan áróður að samþykkja ætti þessa vitleysu,- annars myndi allt fara til fj...  Andmælandi hans í þættinum, Stefán, minnir mig, taldi sig hafa vit á því, sem um var rætt, enda lögfræðingur og málið að sjálfsögðu lögfræðilegt spursmál. En ríkis-sjónvarpið er sífellt að verða óforskammaðra. Í tíufréttum var það frétt nr.1, hvað þekkingarsnauði maðurinn "hélt" og sagði, og því til staðfestingar endurfluttur langur kafli úr Kastjósi kvöldsins. Ekki minnst á hvað sá, sem vissi eitthvað, hafði til málanna að leggja! Aldeilis stórundarlegt fréttamat, svo ekki sé meira sagt.  Hvað á maður lengi að þurfa að horfa upp á misnotkun hins "hlutlausa" miðils án þess að gerð verði alvarleg athugasemd við svona vinnubrögð?

Högni V.G. (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:39

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir undirtektirnar Högni. Þetta er bara svona. Þessi "hinn" var ekki bara lögmaður heldur búinn að skrifa mikið um þetta tiltekna atriði og því kynnt sér það mjög vel. Hræða fólkið, það eru fyrirmæli dagsins , dag eftir dag. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.1.2010 kl. 17:49

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með þér, Kolla, efast um að Lipietz myndi skreyta sig með stolnum fjöðrum, eins og Björn Valur Gíslason og Ólína Þorvarðar héldu bókstaflega bæði fram.

Ég varð satt að segja hálf undrandi á viðbrögðum þeirra, sérstaklega þó BVG. Fattaði bara eiginlega ekki hvers vegna þau veittust að manninum eða hvað rak það fram á ritvöllinn með þessum hætti. Þessir stjórnarliðar virðast ekki þola að Íslendingar eignist stuðningsmenn erlendis í deilunum um Icesave. 

Hvers vegna?

Ágúst Ásgeirsson, 13.1.2010 kl. 07:08

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Nei þau þola það ekki því það setur strik í reikninginn þ,e, að komast á hræðsluáróðri inn í ESB. Ég get svosem skilið Ólínu sem er í Samf. en Björn Valur það er alveg óskiljanlegt m.v. að þeir hafa marglýst því yfir að VG muni greiða atkvæði á móti aðild.  Þetta er allt með mestu ólíkindum. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband