Færsluflokkur: Ferðalög

Veitingar lækka á frönskum restauröntum

Íslendingar á leið til Frakklands í sumar - með rándýrar evrur í vasanum - geta glaðst yfir því að matur og óáfengir drykkir á frönskum veitingahúsum mun lækka um 11,8% í verði 1. júlí nk. Ríkisstjórn Nicolas Sarkozy forseta hefur ákveðið að lækka frá þeim degi söluskatt á veitingum úr 19,6% í 5,5%.

Veitingamenn hafa fagnað skattalækkunina og segja hana eiga eftir að auka neyslu ásamt því að efla atvinnustigið. Hafa samtök veitingamanna skuldbundið sig með samkomulagi við ríkisstjórn Sarkozy að fjölga stöðugildum í veitingahúsum um 40.000 fram til ársins 2011. Miðað er við að helmingur þeirra verði iðnnemar.

Með skattalækkuninni verður ríkissjóður af sem nemur tveimur milljörðum evra, en á móti kemur að 40.000 manns fá atvinnu. Veitingahúsum er sett í sjálfsvald hvort þau lækki listaverð hjá sér. Allt eins er reiknað með að hluti þeirra telji sig ekki hafa svigrúm til þess vegna slakrar afkomu. Talsmaður samtaka veitingamanna segist þó gera ráð fyrir því að bróðurparturinn muni lækka verð á veitingum sínum.

Eftir innreið kreppunnar hefur stjórn Sarkozy lækkað skatta og álögur á heimili og almenning, ekki síst þá verst settu og lægst hafa launin. Jafnframt hefur komið til móts við fyrirtæki með lánum, ríkisábyrgðum og afnámi gjalda - allt til þess að halda uppi atvinnustiginu.  Forsetinn hefur sagt að með því að rýra ekki ráðstöfunartekjur heimilanna og jafnvel auka þær muni fólk áfram kaupa framleiðsluvörur fyrirtækja og þannig halda atvinnulífinu gangandi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband