Lagarde sögð taka við samkeppnismálum hjá ESB

Christine Lagarde, efnahagsmálaráðherra Frakklands, sest í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EU) eftir Evrópukosningarnar í næsta mánuði. Verður hún framkvæmdastjóri samkeppnismála og tekur við því starfi af  hollensku konunni Neelies Kroes.

 

Þessu er haldið fram í þýska blaðinu Die Welt í dag en helstu samverkamenn Lagarde í París vilja ekki kannast við fréttina og segja hana helga sig óskorað starfi sínu í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

 

Die Welt ber fyrir sig heimildir úr röðum diplómata og samkvæmt þeim munu Sarkozy og forseti framkvæmdastjórnarinnar,  Jose Manuel Barroso, þegar samið um þessa niðurstöðu.

Í kvöld:

Við þetta má bæta, að sídegis sagði Lagarde að hún hefði ekki áhuga á starfi samkeppnisstjóra ESB. „Hvers vegna gerist ég ekki þjálfari hjá [fótboltaliðinu í París] PSG?,“ svaraði hún blaðamanni sem spurði hana um áhuga hennar á starfinu og frétt Die Welt. „Ég er að reyna að vinna sem best þau verk sem við er að glíma í ríkisstjórninni sem fjármálaráðherra,“ bætti hún við.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband