Færsluflokkur: Menning og listir

80% gesta Louvre koma gagngert til að sjá Mónu Lísu

Fjórir af hverjum fimm gestum Louvre-safnsins í París koma þangað fyrst og fremst til að virða fyrir sér málverkið fræga af Mónu Lísu eftir Leonardo da Vinci.

Þetta segir safnstjórinn Henri Loyrette í dag í viðtali við blaðið Le Parisien.  „Það er rétt, 80% gestanna koma til að sjá Mónu Lísu,“ segir hann. Og bætir við að ekkert safn heimsins sé með helgimynd sem hafi jafn mikið aðdráttarafl.

Loyrette sagði heimskrísuna segja til sín í aðsókn að safninu. Gestir frá Bandaríkjunum væru til að mynda milli 10 og 20% færri. Í fyrra komu 8,5 milljónir gesta í safnið en Loyrette segir stefna í að þeir verði færri í ár.

Í ár eru 20 ár frá því glerpýramídinn var reistur í forgarði safnsins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband