Ógilding kosninga vofir yfir Hollande

Frökkum er einkar annt um leikreglur lýðræðisins. Því hefur forsetaframbjóðandinn Francois Hollande fengið gula spjaldið fyrir of mikinn kostnað við kosningabaráttuna. Og hugsanleg ógilding kosningar hans vofir yfir haldi hann sig ekki innan regla.

Kostnaður við framboð Hollande er þegar kominn talsvert yfir 20 milljónir evra, en lögin banna frambjóðendum að verja meiru en 22,5 milljónum til hennar. Viðurlögin eru að uppgjörinu yrði hafnað og kosningar ógiltar.

Hollande hóf baráttu sína svo til strax eftir útnefningu Sósíalistaflokksins í fyrrahaust. Frá fyrsta degi hefur hann verið á þönum út um allar jarðir og kostnaður hlaðist upp. Nú er svo komið, að sögn fjölmiðla, að hann hefur orðið að takmarka umsvifin stórlega milli fyrri og seinni umferðar forsetakosninganna.

Af þessum sökum heldur hann einungis einn stóran fund fyrir seinni umferðina. Til stóð að hann yrði haldinn á fótboltavellinum í Toulouse en til að spara leigugjöld hefur verið hætt við það. Í staðinn verður fundurinn haldinn á torgi einu í bænum. Þá þykir til efs að hann hafi úr þessu efni á milljónum eintaka kosningableðils sem dreift yrði inn á heimili fólks.

Þessar upplýsingar hafa dregið athygli manna að fjármálastjórn Hollande sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. Til að mynda er héraðið sem hann er í forystu fyrir, Correze, eitt það skuldugasta og verst setta í Frakklandi. Og nú er upplýst að hann hafi ekki vald á bókhaldi kosningabaráttunnar. Því er spurt hvort hið sama yrði ekki ofan á varðandi ríkisútgjöldin ef hann næði kosningu sem forseti Frakklands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband