Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Norður-Ameríkuflensa en ekki svínaflensa, segir OIE

Sníkillinn sem nú breiðist út í Mexíkó og Bandaríkjunum og valdið hefur dauðsföllum er ekki svínaflensa. Því heldur Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin (OIE) í París fram.
„Vírusinn hefur ekki verið einangraður í dýrum. Þess vegna er ekki réttlætanlegt að kalla þessa veiki svínaflensku,“ segir í yfirlýsingu sem OIE sendi frá sér í dag.
Stofnunin segir vírusinn hafa efnisþætti „svína-, fugla- og fólksflensu“ og hvetur til þess að veikin verði kennd við upprunasvæði sitt og kölluð „Norður-Ameríkuflensan“.
  
Jafnframt segir hún „bráðnauðsynlegt“ að hafnar verði vísindarannsóknir til að meta viðkvæmni dýra við þessum „nýja vírus“, vegna þeirrar hættu sem það gæti haft í för með sér reyndust dýr næm fyrir honum.

Engin svínaflensa í Frakklandi

Búandi í einu mesta landbúnaðarhéraði Frakklands verður ekki annað sagt en ég hafi orðið fegin að heyra franska heilbrigðisráðherrann með karlmannsröddina, Roselyne Bachelot, skýra frá því í morgun, að svínaflensan hefði ekki breiðst til Frakklands.

„Tilfellin sem grunur lék á að gætu verið svínaflensa reyndust ekki vera það,“ sagði Bachelot við útvarpsstöðina RTL í morgun. Við aðra stöð, Europe 1, sagði hún síðar í morgun, að engin ástæða væri að óttast og Frakkar væru vel undir það búnir að mæta svínaflensu, bærist faraldurinn til landsins.

Veikin hefur dregið næstum 100 manns til dauða í Mexíkó og grunur lék á að tveir ferðalangar þaðan hafi sýkst. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós að þeir voru með hversdagslega flensu en ekki svína.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband