Camembert gefur eftir

Fátt þykir mörgum franskara en camembert. Menn sjá fyrir sér rauðvínsglas og bagettu og bragðlaukarnir væta munninn. Þau kaflaskil hafa nú átt sér stað í ostaneyslu í Frakklandi, að camembert trónir ekki lengur sem vinsælasti osturinn.

Við hlutverki þess hvíta og mjúka ost er tekinn, heldur gulur og öllu stífari emmental. Og í þriðja sæti er svo brie, einnig hvítur og mjúkur en bráðnar þó ekki eins undir tönn og camembert.

Að meðaltali borðaði hver Frakki 24 kíló af osti í fyrra. Er það 2,8% aukning frá árinu áður, samkvæmt upplýsingum frá hagstofnun franska landbúnaðarins.

Þeir sem á annað borð neyta osta borða miklu meira en þetta. Talsmaður stofnunarinnar segir nefnilega, að innan við helmingur Frakka borði ost í hverju aðalmáli og hlutfallið hafi farið lækkandi með árunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst. Fróðlegt að lesa pistla þína. Ég er mikill Camenbert aðdándi og finnst sá íslenski góður þegar maður hittir á mátulega þroskaðan ost, en það er auðvitað eins með frönsku camenbert ostana og auðvitað mennina líka !

Varðandi hjólaferðir í Frakklandi var ég með skipulagðar ferðir í huga og líka í hvaða hluta Frakklands væri áhugaverðast og best að hjóla. Þá er ég að meina með tilliti til fjölbreytileika í landslagi. Hvar í Frakklandi ert þú til dæmis? Ég var að skoða skráninguna þína og þú ert greinilega iðinn við að þjálfa þig. Ertu að vinna þarna úti líka?

Eigðu góðar stundir, þú setur kannski inn smá upplýsingar um hjólalandið Frakkland.

Bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband