1.1.2008 | 15:50
Friđsamlegri áramótagleđi
Sá undarlegi leikur er stundađur í frönskum borgum, og ţó ađallega úthverfum ţeirra, ađ kveikja í bílum á gamlárskvöld og nýársnótt. Ađ ţessu sinni eyđilögđust 372 bílar sem reyndar er 6,72% fćkkun frá í fyrra er ţeir voru 397.
Ađ sögn lögreglu var kveikt í 273 bílum í gćrkvöldi og fram til klukkan sex í morgun. Eldur barst í 99 til viđbótar. Fyrir ári var kveikt í 313 bílum og eldur barst í 84 ađrar. Fćkkađi bílum sem beinlínis var kveikt í um 12,78% milli ára.
Mér er ekki ljóst hversu lengi ţessi undarlega iđja hefur veriđ stunduđ en hún mun eiga upptök sín austast í landinu, á Strasbourg-svćđinu. Ţar var kveikt í hlutfallslega flestum bílanna í gćr.
Bílar hafa annars orđiđ skotmark ţegar óánćgja hefur brotist út í ofbeldisađgerđum, líkt og haustiđ 2005 eftir ađ tveir piltar á flótta undan lögreglu biđu bana í spennistöđ í útborg Parísar.
Einnig var kveikt í mörgum bílum í nokkurra daga ofbeldisađgerđum í Parísarúthverfinu Villiers le Bel í nóvember sl. eftir ađ tveir ungir menn á stolnu mótorhjóli biđu bana í árekstri viđ lögreglubíl.
Ţetta leiđir hugan ađ ţví ađ Segolene Royal spáđi ţví ađ allt fćri í bál og brand í frönskum bćjum og borgum eftir ađ hún beiđ lćgri hlut fyrir Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum hér í landi í vor. Ţar höfđu sósíalistar rangt fyrir sér eins og um svo margt annađ. Mjög takmörkuđ og stađbundin - og tiltölulega fámenn - mótmćli áttu sér stađ í ađeins nokkra daga eftir kosningar.
Ađ sögn lögreglu var nýjársnóttin tiltölulega friđsamleg og spenna í viđkvćmum hverfum áberandi minni en undanfarin ár. Vegna ofbeldisađgerđa voru 259 manns handteknir á Parísarsvćđinu, en til samanburđar voru ţeir 258 í fyrra eđa einum fćrri. Ađeins fjórir lögreglumenn meiddust lítilsháttar í ryskingum.
Lögđ var áhersla á ađ borgararnir gćtu kvatt gamla áriđ og fagnađ nýju í friđi og ró en 400.000 manns söfnuđust saman ţeirra erinda á Champs Elysees-breiđgötunni í gćrkvöldi. Er ţađ svipađur fjöldi og í fyrra. Til ađ tryggja ađ allt fćri friđsamlega fram gćtti 13.000 manna lögregluliđ öryggis á Parísarsvćđinu fyrir tilstilli Michele Alliot-Marie innanríkisráđherra.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.