10 teiknimyndabækur á dag

Frakkar eru að sönnu mikil bókaþjóð. Útgáfa teiknimyndabóka ber því glöggt vitni, en í þær eru landsmenn sérdeilis sólgnir. Munu nær 10 slíkar hafa komið út að jafnaði dag hvern í ár, og eru þá allir 365 dagar ársins taldir með.

Samkvæmt útreikningum samtaka franskra bókagagnrýnenda voru gefnar út 4.300 teiknimyndatitlar á nýliðnu ári. Þar af 3.312 nýir titlar en afgangurinn eru endurútgáfa eldri bóka.

Kemur þetta fram frétt stærsta blaðs Frakklands, Ouest-France. Þar segir jafnframt að útgáfa teiknimyndabók hafi aukist ár frá ári síðustu 12 árin í röð.

Því fer fjarri að teiknimyndabækur séu þær einu sem gefnar eru út hér í landi. Í einni viku í október sl. komu t.d. út um 700 nýir bókartitlar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband