Ríkir Kínverjar vilja helst ferðast til Frakklands

Auðmenn í Kína vildu helst verja frítíma til að synda, aka BMW-bílum og fara í frí til Frakklands, samkvæmt nýrri rannsókn endurskoðunarskrifstofu í Sjanghæ á lífsstíl 600  kínverskra auðmanna. Um er að ræða fólk sem á eignir upp á milljón bandaríska dollara eða meira.

Sund var efst á listanum yfir athafnir til heilsubótar, í öðru sæti ferðalög til Frakklands og í þriðja sætinu varð golf. Síðastnefndu iðjuna telja þeir heillavænlega því með henni gefist tækifæri til að blanda geði auðbræður og –systur.

Frakkland er besti erlendi áfangastaðurinn í augum millanna kínversku, en 104 þeirra eiga meira en sem nemur 10 milljónum dollara. Af lúxusbílum settu þeir BMW í efsta sæti og af annarri munaðarvöru voru efst á blaði lúxusvörur franska fyrirtækisins Louis Vuitton og bílar frá Mercedes-Benz.

Cartier eru eftirsóknustu skartgripirnir og breski bankinn HSBC veitti bestu aflands fjármálaþjónustuna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Sjö auðmannanna af hverjum 10 hafa mikla trú á að áframhaldandandi uppsveifla verði í kínversku efnahagslífi næstu ár. Flestir þeirra fjárfesta í hlutabréfum en næst mest í fasteignum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband