13.1.2008 | 11:56
Frönsku járnbrautirnar báru ekki ábyrgð á fangaflutningum nasista
Franska ríkisjárnbrautafélagið, SNCF, vann nýverið sigur í máli sem höfðað var á hendur því fyrir meintan þátt þess í að flytja gyðinga í Frakklandi í útrýmingarbúðir nasista í seinna stríðinu.
Eftir nokkurra ára málaferli vísaði æðsti dómstóll frá máli Alain Lipietz, þingmanns græningja á Evrópuþinginu, og þriggja annarra úr sömu fjölskyldu.
Lipietz vildi fá SNCF dæmt sekt fyrir hlutdeildarábyrgð í flutningum gyðinga í fangabúðir nasista í samstarfi við setulið Þjóðverja í Frakklandi og Vichy-stjórnina. Krafðist hann bóta úr hendi SNCF vegna flutnings tveggja ættmenna hans í útrýmingabúðir, en fékk ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.