26.4.2009 | 19:47
Loeb ósigrandi
Franski ökumaðurinn Sebastien Loeb, sem ekur Citroen C4, er í algjörum sérflokki í HM í ralli. Í dag fór hann með sigur af hólmi í argentínska rallinu fimmta árið í röð. Þá vann hann fimmta mótssigur sinn í ár en hann hefur verið ósigrandi frá í fyrra.
Liðsfélagi Loeb, Spánverjinn Dani Sordo, varð í öðru sæti í Argentínu, 1,13 mínútum á eftir. Þriðji varð Norðmaðurinn Henning Solberg, rúmum fjórum mínútum á eftir Frakkanum.
Loeb er kominn með 20 stiga forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra, en vertíðin er að verða hálfnuð. Hefur hann 50 stig, Sordo 31 og Finninn Mikko Hirvonen hjá Ford 30 stig.
Ég held að ekkert geti komið í veg fyrir að Loeb vinni titil ökuþóra í ár, sjötta árið í röð. Enginn annar ökumaður í sögu HM í ralli kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað árangur og afrek varðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.