Norður-Ameríkuflensa en ekki svínaflensa, segir OIE

Sníkillinn sem nú breiðist út í Mexíkó og Bandaríkjunum og valdið hefur dauðsföllum er ekki svínaflensa. Því heldur Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin (OIE) í París fram.
„Vírusinn hefur ekki verið einangraður í dýrum. Þess vegna er ekki réttlætanlegt að kalla þessa veiki svínaflensku,“ segir í yfirlýsingu sem OIE sendi frá sér í dag.
Stofnunin segir vírusinn hafa efnisþætti „svína-, fugla- og fólksflensu“ og hvetur til þess að veikin verði kennd við upprunasvæði sitt og kölluð „Norður-Ameríkuflensan“.
  
Jafnframt segir hún „bráðnauðsynlegt“ að hafnar verði vísindarannsóknir til að meta viðkvæmni dýra við þessum „nýja vírus“, vegna þeirrar hættu sem það gæti haft í för með sér reyndust dýr næm fyrir honum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband