Frakkar segir í tennis

Þrír Frakkar eru meðal 10 fremstu tennisleikara heimsins samkvæmt nýjum styrkleikalista atvinnumannasambandsins í tennis (ATP).  Gilles Simon er í sjöunda sæti, Gaël Monfils í níunda, og Jo-Wilfried Tsonga í því tíunda. Að sögn blaðsins Ouest-France í dag, er þetta í fyrsta sinn frá stofnun ATP árið 1973 að þrír Frakkar skipi sér meðal 10 bestu tennisleikara heimsins.

Aukinheldur eiga Frakkar fleiri spilara en nokkur önnur þjóð meðal 50 efstu manna á styrkleikalista ATP eða níu talsins. Endurspeglar þetta að einhverju miklar vinsældir tennisíþróttarinnar hér í landi.

Í efsta sæti á styrkleikalista ATP er Spánverjinn Nadal, annar er Svisslendingurinn Federe og þriðji Serbinn Djokovic.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband