Dæmdur fyrir móðgandi tölvupóst um dómsmálaráðherra

Damien Chiboub, 25 ára tölvutæknir í ráðhúsi sjöunda hverfis í París, þar sem Rachida Dati dómsmálaráðherra er borgarstjóri, hefur verið vikið úr starfi og sektaður. Ástæðan er meiðandi tölvupóstur um borgarstjórann.

„Gagnslaus, getulaus, ómöguleg, alþýðan mun ná þér,“  hljómaði tölvupóstur um Dati, yfirmann Chiboub, sem hann sendi samstarfsmanni í ráðhúsinu. Þeim hinum sama þótti sendingin ekki fyndin og lét vita af henni. Þræðirnir voru raktir til tölfræðingsins unga sem viðurkenndi uppátækið.

Málið komst til kasta lögreglu og saksóknarinn Francoise Champonneaux fór fram á að Chiboub yrði dæmdur mánaðarlangt í fangelsi, skilorðsbundið.  Hún hafnaði með öllu þeim röksemdum verjenda Chiboub um að hann hafi verið að prófa þolmörk tjáningarfrelsisins.

„Þetta var algjörlega tilhæfulaus móðgun. Sé hann óánægður með stjórnmálamenn ætti hann að ganga til liðs við þrýstihóp eða stjórnmálaflokk,“ sagði Champonneaux.    

Lögmaður Chiboub krafðist þess að málið yrði látið niður falla vegna hagsmunaárekstra þar sem Dati væri í krafti embættis dómsmálaráðherra vinnuveitandi saksóknarans. Það var ekki tekið til greina því auk þess að vera rekinn úr starfi í ráðhúsinu var Chihoub dæmdur til að borga 1.000 evrur í sekt en skilorðsbundið. Dómarinn sagði hann sekan af því að hafa „móðgað opinberan embættismann“ með tölvupóstinum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband