Bretónar í hátíðarskapi dögum saman

Bretónar hafa verið í hátíðarskapi dögum saman og ekki af ástæðulausu. Á morgun verður háður úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar í fótbolta á sjálfum þjóðarleikvanginum í París, Stade de France. Til úrslita leika tvö bretónsk lið; Rennes og Guingamp.   

Fyrirfram virðast flestir ganga út frá því að Rennes sé sigurstranglegra, enda meðal betri liða í efstu deildinni frönsku. En bikarleikir hafa einhverra hluta hér í landi sem annars staðar reynst með öllu útreiknanlegir. Því vilja fæstir afskrifa Guingamp, sem er fyrir miðjum hóp í annarri deild.

Þótt Rennes standi mér nær þá hef ég löngum haft tilhneigingu til að halda með þeim sem lakari þykja og því ætla ég að veðja á Guingamp á morgun.

Hver sem niðurstaðan verður sigrar Bretaníuskaginn og það er fyrir mestu. Gríðarleg stemmning hefur verið hér um slóðir undanfarnar vikur, eða frá því liðin unnu sig í úrslitaleikinn. Staðarblöðin hafa verið undirlög dag hverng og stærsta blaði landsins, Ouest-France sem gefið er út í Rennes, fylgdi margra síðna sérstakur blaðauki helgaður leiknum.

Fyrir leik mun þjóðsöngur Bretóna óma um Stade de France.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Takk fyrir þetta. Þarna er nýr vinkill á fótboltaumfjöllun sem hér heima snýst mest um enska boltann. Með mér vinnur yndæl og hógvær stúlka frá Rennes. Vonandi fæ ég tækifæri á mánudag til að óska henni til hamingju með að "hennar lið" sé orðið franskur bikarmeistari, þó ég hafi ekki hugmynd um hvort hún fylgist með eða hafi áhuga á fótbolta.

Jóhannes Einarsson, 9.5.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þakka þér, Jóhannes, fyrir kommentið. Því miður verður þér ekki að ósk þinni varðandi vinnufélag þinn og franska bikarmeistaratitilinn. Hún getur þó glaðst yfir því að dæmið allt hefur verið mikill sigur fyrir Bretaníu og Rennes er jú höfuðstaður Bretaníuskagans - einstaklega falleg borg eins og svo margir  bæir hér um slóðir.  

Ágúst Ásgeirsson, 10.5.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband