Horfinn skíðakappi fannst fyrir tilstilli Facebook

Nepalskur skíðakappi, Uttam Rayamajhi, hvarf fyrir um hálfum mánuði úr æfingabúðum nepalska landsliðsins í Les Arcs í frönsku Ölpunum. Óttast var jafnvel að hann hafi orðið undir snjóflóði og farist. Hann fannst síðar ráfandi um götur Parísar, og það með hjálp Facebook-samskiptaforritsins.

Rayamajhi er aðeins 17 ára og mun hafa fyllst vonleysi eftir að liðið hafði orðið að sjá á eftir styrktaraðila. Hermt er að hann hafi reikað burt frá Ölpunum og komist til Parísar á puttanum. Hann fór peningalaus og símalaus og talaði hvorki ensku né frönsku. En með hjálp vinsamlegra íbúa hér og þar á leiðinni hafi hann komist af. Lögregla stöðvaði hann margsinnis en frekari afskipti voru ekki höfð af honum þar sem hann var með pappíra og vegabréfsáritun í góðu lagi.

Þar sem hann hvarf svo sporlaust var jafnvel talið að hann hafi farist í fjöllunum, t.d. orðið undir snjóflóði. Til vonar og vara var hafin leit að honum á Facebook. Eftir henni tók maður nokkur sem rekist hafði á Rayamajhi. Tók hann sig til, leitaði hann uppi, fann hann við Bastillutorgið og sýndi honum síðuna sem honum var helguð. Á endanum féllst hann á að snúa aftur til félaga sinna í Les Arcs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband