26.5.2009 | 19:25
Vilja ekki blanda hvítvíni og rauđvíni til ađ búa til rósavín
Franskir, ítalskir, spćnskir og svissneskir vínbćndur mćttu í höfuđstöđvar Evrópusambandsins í Brussel í dag til ađ ítreka andstöđu sína viđ ađ sambandiđ samţykki framleiđslu rósavíns međ blöndun rauđvíns og hvítvíns.
Búist er viđ ađ sérfrćđinganefnd á vegum sambandsins taki afstöđu til málsins annađ hvort 19. eđa 26. júní nk. Vínbćndur halda ţví fram, ađ međ ţví ađ leyfa framleiđslu á rósavíni međ blöndun hvítvíns og rauđvíns breytist vínframleiđsla í eđli sínu. Verđi ekki lengur handverk einstaklinga heldur ađ iđnađarstarfsemi.
Óttast ţeir ađ umskiptin leiđi til mikils atvinnuleysis í greininni og hefđbundin rósavín muni jafnvel líđa undir lok.
Viđ okkur blasir klónuđ afurđ, međ breyttu eđli er rugla mun neytendur í ríminu, sagđi forseti gćđaeftirlits spćnskra vínbćnda í Brussel í dag. Fulltrúi samtaka svissneskra vínbćnda spurđi hvort nćsta skrefiđ yrđi ekki ţađ, ađ leyfa litun víns međ gervilitum.
Framleiđsla rósavíns međ blöndun hvítra og rauđra vína hefur veriđ ástunduđ af vínframleiđendum í löndum eins og Ástralíu og Suđur-Afríku.
Framkvćmdastjórn Evrópusambandsins hefur reynt ţá málamiđlun ađ hefđbundin rósavín yrđu sérmerkt sem slík. Ţađ átti ekki upp á pall hjá bćndum. Franska stjórnin hefur tekiđ undir međ vínbćndum og nýtur einnig stuđnings grískra og ítalskra stjórnvalda. Ţurfa ţessi ríki einnig á stuđningi Ţjóđverja og Spánverja ađ halda til ađ eiga möguleika á ađ koma í veg fyrir framleiđslu rósavíns međ blöndun rauđvíns og hvítvíns.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.