Átti að punta listann og hafnaði því sæti á Evrópuþinginu

Úrslit kosninga til Evrópuþingsins í Frakklandi urðu óþægilega góð að einu leyti fyrir Nicolas Sarkozy forseta. Einn af nánustu samverkamönnum hans til margra ára, Brice Hortefeux, var settur í þriðja sæti á lista flokksins í kjördæmi í miðhluta Frakklands. Það var meira til skrauts og til styrkingar listanum. Hún reyndist full mikil því öllum á óvænt náði Hortefeux kjöri - en ætlaði sér aldrei á Evrópuþingið.

Það var úr vöndu að ráða fyrir Sarkozy. Hann mátti ekki við að missa atvinnumálaráðherra sinn úr stjórninni og ekki gat hann haft hann á báðum stöðum, í París og Brussel eða Strasbourg. Allra síst vegna þess að hann ætlaði foringjum Evrópuþingsframboðsins, Michel Barnier og Rachida Dati, ekki að sitja í stjórninni og gegna jafnframt þingmennsku.

Þess vegna kom það eiginlega engum á óvart þegar skýrt var frá því í dag, að Hortefeux hefði gefið þingsætið frá sér.

Hortefeux sat á Evrópuþinginu 1999 - 2005 og fulltrúar UMP-flokksins segja, að hafi hugur hans staðið til að taka þar sæti á ný hefði hann leitt lista flokksins í kjördæminu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband