Sjóræningjastarfsemin stjórnarskrárvarin

Stjórnlagaráðið í Frakklandi hefur reist skorður við þeim áformum ríkisstjórnarinnar að uppræta svonefnd sjóræningjastarfsemi á netinu. Það ætlaði hún að gera með sérstakri stofnun, netlöggu,  sem átti að geta lokað fyrir nettengingu þeirra sem sækja sér tónlist og kvikmyndir af netinu án þess að borga fyrir.

Lög um þetta voru samþykkt í þinginu í maí og gerði ég grein fyrir þeim þá. Nú segir stjórnlagaráðið þau stangast á við stjórnarskrána. Ekki gangi að einhver opinber stofnun geti lokað fyrir netaðgang fólks. Hún gæti í mesta falli aðvarað sjóræningjana en ekki refsað þeim. Það verði að vera hlutverk dómstóla að úrskurða hvort lokað skuli fyrir netaðgang viðkomandi einstaklinga.

Sarkozy forseti studdi Hadopi-lögin svonefndu  en stjórnarandstaðan með Sósíalistaflokkinn í fararbroddi lagðist gegn þeim. Hagsmunasamtök tónlistarmanna, leikara og fleiri fögnuðu tilraunum stjórnar Sarkozy til að stöðva ólöglega dreifingu efnis sem varið væri höfundarrétti.

Andstæðingar laganna hafa haldið því fram, að óheftur aðgangur að netinu ætti að vera meðal grundvallar réttinda og persónufrelsis. Sáu þeir líka fyrir sér í hinni nýju stofnun ógnvekjandi eftirlit með nethegðan fólks.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

góð tíðindi.... netlögregla er ekki fögur framtíðarsýn...

Gísli Ingvarsson, 11.6.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Púkinn

og á meðan heldur þessi ruslaralýður áfram að stela hugverkum annarra....

Púkinn, 12.6.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Eins og fram kom í fyrri færslu um netlöggulögin, þá hefur komið í ljós, að þeir sem kaupa mest af tónlist og kvikmyndum á löglegan hátt eru þeir hinir sömu og sækja sér efni með ólöglegum hætti og skiptast á skrám.

Því mætti halda fram, að eigendur hugverkanna tapi fjármunum með útskúfun þessara aðila af netinu. En ólögmæt starfsemi er aldrei réttlætanleg þótt samfara henni sé stunduð lögmæt athöfn.

Ágúst Ásgeirsson, 12.6.2009 kl. 07:59

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Pirates of the world, unite!

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband