16.6.2009 | 09:09
Schevchenko sagður vilja til Mónakó
Chelsea hefur haft samband við nokkur af helstu knattspyrnufélögum Frakklands og boðið þeim Andrei Shevchenko, leikmann ársins í heiminum 2004. Lyon, Marseille og Mónakó hafa fengið boðið og mun síðastnefnda félagið vera líklegast til að hreppa hann.
Frá þessu segir í dag í stærsta blaði Frakklands, Ouest-France. Shevchenko mun vera náinn vinur Alexei Fedorichev, forstjóra Fedcom, helsta styrktarfyrirtækis Mónakófélagsins. Blaðið segir úkraínska leikmanninn tilbúinn að taka á sig helmings launalækkun, úr 8 milljónum evra á ári í 4, til að komast í frönsku fyrstu deildina.
Í sama blaði segir, að ítalska félagið Inter í Mílanó hafi falast eftir Karim Benzema frá Lyon. Í staðinn fyrir hann bjóðist Inter til að láta Lyon hafa Vieira og Mancini og 20 milljónir evra að auki Pa
Fróðlegt verður að sjá hvernig þessum hugsanlegu leikmannaskiptum reiðir af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.