Schevchenko sagður vilja til Mónakó

Chelsea hefur haft samband við nokkur af helstu knattspyrnufélögum Frakklands og boðið þeim Andrei Shevchenko, leikmann ársins í heiminum 2004. Lyon, Marseille og Mónakó hafa fengið boðið og mun síðastnefnda félagið vera líklegast til að hreppa hann.

Frá þessu segir í dag í stærsta blaði Frakklands,  Ouest-France. Shevchenko mun vera náinn vinur Alexei Fedorichev, forstjóra Fedcom, helsta styrktarfyrirtækis Mónakófélagsins. Blaðið segir úkraínska leikmanninn tilbúinn að taka á sig helmings launalækkun, úr 8 milljónum evra á ári í 4, til að komast í frönsku fyrstu deildina.

Í sama blaði segir, að ítalska félagið Inter í Mílanó hafi falast eftir Karim Benzema frá Lyon. Í staðinn fyrir hann bjóðist Inter til að láta Lyon hafa Vieira og Mancini og 20 milljónir evra að auki Pa   

Fróðlegt verður að sjá hvernig þessum hugsanlegu leikmannaskiptum reiðir af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband