Mikil uppstokkun á frönsku stjórninni

Mestu tíðindin í uppstokkun á frönsku ríkisstjórninni, sem mun eiga sér stað á morgun, er tvenn. Annars vegar að Michele Alliot-Marie yfirgefur innanríkisráðuneytið og tekur við dómsmálaráðuneytinu af Rachida Dati, sem kosin var á Evrópuþingið 7. júní sl. Hins vegar þau, að Brice Hortefeux tekur við innanríkisráðuneytinu, en hann afsalar sér sæti á Evrópuþinginu.

Alls hverfa átta ráðherrar úr starfi og átta nýir koma inn í stjórnina. Eru það mun meiri breytingar en búist hafði verið við. Meðal þungaviktarmanna sem breyta um hlutverk er Xavier Darcos sem fer úr menntamálaráðuneytinu í atvinnumálaráðuneytið. Talsmaður stjórnarinnar, Luc Chatel, verður menntamálaráðherra.   

Verulega athygli vekur að hinn vinsæli ráðherra mannréttindamála, Rama Yade, yfirgefur þann starfa og tekur við starfi íþróttaráðherra af Bernard Laporte. Hann er einn ráðherranna átta sem hverfa úr stjórn Francois Fillon forsætisráðherra. Talið var að Yade yrði látin gjalda þess með missi ráðherradóms að hafa neitað beiðni Nicolas Sarkozy forseta að bjóða sig fram til Evrópuþingsins.

Meðal þungaviktar ráðherra sem hverfa úr stjórninni er Michel Barnier landbúnaðarráðherra og Chrstine Albanel menningarmálaráðherra. Barnier verður leiðtogi franska hægriflokksins á Evrópuþinginu. Jean-Louis Borloo gegnir áfram starfi umhverfisráðherra, Bernanrd Kouchner verður áfram utanríkisráðherra og Christine Lagarde efnahagsmálaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband