Rændu ösku föðurs hjólreiðagarpsins

Frakkar vilja ekki sjá Tyrki í Evrópusambandinu en halda aftur á móti mjög upp á hjólreiðagarpa hvers konar. Þótt ekki skuli dæma heila þjóð af fáum rötum þá hefur afstaða þeirra til Tyrkja tæpast batnað er þeir lásu fréttir af óförum skoska trésmiðsins og hjólreiðagarpsins Keith Hallagans.

Hallagan lagði upp í hnattferð á reiðhjóli sínu frá Edinborg með ösku föður síns í farteskinu. Henni hugðist hann dreifa,  í smáskömmtum, á fögrum og völdum áfangastöðum á leiðinni. Hann hafði hjólað um Evrópu og Miðausturlönd er hann rataði í ógöngur.

Er hann brá sér inn á lestarstöð í bænum Mersin í Tyrklandi sl. miðvikudag og leit sem snöggvast af hjólinu, sem þó var næstum við hlið hans, tóku þjófar það traustataki og brunuðu á brott. Stálu þeir hjólinu og öllu sem á því var.

Þar á meðal öskukerinu, tjaldinu, fötum Hallagans og vegabréfi. „Ég fór að miðasölunni en þegar ég sneri mér við aftur var hjólið horfið. Ég ætlaði ekki að trúa því og æddi um og leitaði að því. Lögregla kom á vettvang og áttaði sig fljótt á geðshræringu minni og kallaði á eina 15 til viðbótar,“ sagði Hallagan.

Honum var boðin ókeypis gisting á hóteli í nágrenninu meðan hann biði eftir nýju vegabréfi. Þá leitaði hann til tyrkneska sjónvarpsins sem kom þeirri ósk hans á framfæri að hann fengi þó ekki nema væri duftkerið til baka. Það hafði ekki borið árangur þegar síðast fréttist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband