Frakkar segja G8 tímaskekkju

G8, samtök sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands, eiga ekki lengur við og ættu að taka fleiri lönd í raðir sínar, svo sem vaxandi efnahagsveldi. Það er mat Christine Lagarde, efnahagsráðherra Frakklands.

„G8 eru gömul samtök og miklu minna í takt við tímann miðað við samsetningu hennar og þróunina í veröldinni,“ sagði Lagarde við blaðamenn á efnahagsráðstefnu í Aix-en-Provence í Frakklandi í gær.

Leiðtogafundur G8 fer fram á Ítalíu í vikunni og verður settur í rústum borgarinnar L'Aquila sem varð illa úti í jarðskjálfta í vor. Samtökin mynda Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. Þau voru stofnuð 1975 sem samtök sjö helstu iðnríkja heims en árið 1998 slógust Rússar í hópinn.

Til funda G8 hefur leiðtogum annarra ríkja verið boðið sem gestum en það finnst Lagarde ónóg. „Voldugum vaxandi ríkjum eins og Indlandi, Kína og Mexíkó er boðið til fundanna en hafa þar litlu hlutverki að gegna á hliðarlínu. Það ber að breyta G8 og stækka og aðlaga samtökin þannig að raunveruleika okkar daga,“ sagði Lagarde.

Að frumkvæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var efnt til fundar 20 helstu efnahagsvelda heims til að bregðast við heimskreppunni. Minnir mig að hann hafi þurft að beita Georg Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, miklum þrýstingi í fyrra til að fá hann inn á hugmyndina að þeim stóra fundi sem síðan var haldinn í London í apríl sl.

Þar var samþykkt að leggja Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til þrjár trilljónir dollara til að hjálpa ríkjum sem illa urðu úti vegna kreppunnar.

Bandaríkjamenn verða gestfjafar á næsta G20-fundinum. Hann verður haldinn í Pittsburgh í  Pennsylvaniu 24. - 25. september nk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband