Íslenskt vatn streymir senn til Miðausturlanda

Íslenskt vatn, meir að segja jöklavatn, mun streyma til Miðausturlanda á næstunni. Þar mun það svala þorsta og þörf bandarískra hersveita fyrir drykkjarvatn næstu árin. Það verður einnig aðgengilegt almenningi í verslunum. Um er að ræða 180 milljónir flöskur af vatni næstu þrjú árin, eða fimm milljónir flöskur á mánuði.

Það er hollenskt fyrirtæki, Dalphin, með aðsetur í bænum Winterswijk í austurhluta Hollands, sem stendur fyrir vatnsflutningi frá Íslandi til Miðausturlanda. Hlaut það samning þar að lútandi frá bandarískum aðilum, ef marka má frétt hollensku fréttastofunnar Algemenn Nederlands Persbureau.

Vatnið verður einnig til sölu í búðum fyrir almenning sem veigrað hefur sér við því að kaupa drykkjarvatn frá ríkjum sem eru með hersveitir í Afganistan og Írak. Það mun því nýtast útflytjendum íslenska vatnsins að Íslendingar halda ekki úti her.

Hjá Dalphin-fyrirtækinu er 25.000 lítrum vatns tappað á flöskur á klukkustund. Íslenska vatnið verður flutt sjóleiðina til Miðausturlanda frá Rotterdam.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Getur þú sett link á þessa frétt ef hún er á vefnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.7.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband