Barak Obama er franskur!

Þá er það í ljós komið, að Barak Obama Bandaríkjaforseti er franskur í aðra röndina. Þetta hafa ættfræðingar mormónakirkjunnar í Saltsjóstað (Salt Lake City) í Utahríki leitt í ljós.

Obama er beinn afkomandi fransks húgenotta, Mareen Duvall, sem fluttist til Maryland árið 1650 og kvæntist þar stúlku sem var barnabarn Richards nokkurs Cheney. Deilir hann því forfeðrum með varaforstanum fyrrverandi, Dick Cheney. Eru þeir í áttunda lið komnir af Richard Cheney.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

BRENNDAR KARTÖFLUR

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held að ég hafi lesið það einhvers staðar að a.m.k. 20 af forsetum Bandaríkjanna séu afkomendur franskra húgenotta. Þar á meðal er líka Franklín D. Roosevelt. 

Þannig að það er ekki slæmt að geta rakið ættir sínar til franskra húgenotta, en Jean V. L'Orange, forfaðir minn í beinan karllegg var einmitt húgenotti, sem flúði frá Frakklandi 1675 til Danaríkið, vegna ofsókna konungs Frakklands gegn þeim. Konungur vildi einsleitnari Frakkland, meiri miðstýringu og völd til Parísar. Hann sá ógnun í sjálfstæðum húgenottum sem voru Calvínistar og börðust fyrir trúfrelsi en Frakklandskonungur fram kaþólskur. En þú þekkir þessa sögu eflaus betur en ég Ágúst.

Jón Baldur Lorange, 21.7.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nú á bara eftir að rekja manninn í Skagafjörðinn, eins og frænda minn sáluga, Reykja-Reagan.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 02:14

4 Smámynd: Morten Lange

He-he

Mjög lítill partur af upphaf hans er frá húgenottum.   En við vitum svo sem ekki hvort að hefðin hafi borist þaðan og að vitundin sé sterkari en stærðfræði ættfræðinnar segi til um. Svo eru ættfræði náttúrulegaekki hánákvæm vísindi. Nefnum bara óskhyggja og rangfeðrun, sem dæmi umhluti sem geta skekkt myndina.

En ...  samkvæmt þessu yfirliti :

   http://www.wargs.com/political/obama.html

er Barack Obama meiri þýskur (3,7%) og Skoskur ( 4,7%) en Franskur (tæplega einn prósenta),   en mest Luo ( Kenya-búi, 50%  ) og Enskur  (35%).  

Þar að auki hefur hann meðal áa sína fjölda manna sem voru virkir í Ameríska byltingnum.  Eða eins og segir  á þessa síðu :

"While Mr. Obama is not eligible for membership in the NSDAR (by not being female), he is eligible for membership in the equivalent organization for men, the National Society of the Sons of the American Revolution. "

Og þá vaknar sú  spurning hvort þessi vitneskja hafi verið hluti af uppeldi Barack Obama, ekki síður en hvort eittvað af genunum hafa skilað sér til hans.

Morten Lange, 22.7.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Skemmtilegt innlegg frá Jóni Baldri sem kominn er af húgenottum sem Obama. Auðvitað er franska elementið í honum prósentulega minna í dag en t.d.  hið kenýska. Þar munar mörg hundruð árum á forfeðrum, þ.e. móður hans og Mareen Duvall!

Ættfræðin er alltaf skemmtileg þó misjafnar séu skoðanir á vísindalegri nákvæmni hennar.  

Ágúst Ásgeirsson, 22.7.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Skemmtilegur vinkill hjá þér á Obama. Ég vissi að það var eitthvað við Obama  og nú veit ég hvað. Hann er með franskt blóð, kannski hundgamalt en samt. Ég er líka með frönsku ívafi og afar stolt af mínum ættföður sem var franskur sjómaður en hvort hann var húgenotti eða hottintotti hef ég ekki hugmynd um. Ég er að fara að vinna að verkefni með frönskum samtökum fatlaðra og hlakka til að heimsækja Frakkland. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæl Kolla. Þú býrð vel að frönsku blóði. Forfaðir þinn hefur ekki verið hottintotti, svo mikið er víst! Velkomin til Frakklands, gaman að heyra af þessu verkefni þínu. Væntanlega ferðu til Parísar, ég er því miður 350 km vestsuðvestur af henni.

Ágúst Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 08:12

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæl Kolbrún,

Ertu kominn af Louis Henri Joseph Vandercruyce, eins og ég og fleiri, en hann standaði við Íslandsstrengur, Meðallandsfjöru, um 1818, ef ég man rétt?

Jón Baldur Lorange, 24.7.2009 kl. 10:36

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi og þið hin. Ég reikna með því að hópurinn hittumst í París en veit ekkert um það ennþá, var bara að fá jákvætt svar frá Leonardo menntastofnun  Evrópusambandsins ( ekki segja neinum ég er í stjórn Heimsýnar). Nei auðvitað hefur karlgreyið ekkert verið hottintotti, sussu nei, bara vildi ekki vera með neitt ættargrobb. Ég er því miður ekki svo ættfróð Jón Baldur að ég viti hvað hann hét en Ásta málari er afkomandi hans en hún lærði í Franz og varð fyrst kvenna til að nema málarann. Hún var föðursystir afa míns Kristins Jóels Magnússonar (eða móðursystir kannski) málarameistara úr Hafnarfirði og kenndi honum. Það hefði verið gaman að hitta á þig en ég sendi þér línu áður en ég fer ef þú skyldir vera í "borg elskendanna". Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband