28.7.2009 | 07:18
Yfirlið Sarkozy skrifað á kröfuhörku Carla Bruni
Vinir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta gera því skóna að kröfuhörku forsetafrúarinnar Carla Bruni sé um að kenna, að yfir hann leið á morgunskokki á Versalasvæðinu sl. sunnudagsmorgun. Sarkozy var fluttur með þyrlu í Val-de-Grace hersjúkrahúsið í París og útskrifaður síðdegis í gær.
Læknar sögðu ekkert ama lengur að forsetanum, en hvöttu hann til að taka því rólega í nokkra daga og minnka við sig vinnu á meðan. Vinir Sarkozy hvetja hann til að draga úr umfangsmikilli og stífri líkamsrækt og hætta ströngum nýjum matarkúrum.
Hvort tveggja segja þeir vera að forskrift Bruni sem hafi stokkað upp lífshætti eiginmannsins og vilji hann helst líta út sem stæltur ungur maður en ekki karl á miðjum sextugsaldri.
Opinberlega eru ástæður yfirliðsins sagðar heitt veður og mikið starfsálag. Í dag er forsetinn væntanlegur hingað í nágrenni við mig í sínu fyrsta verkefni eftir veikindin. Heimsækir hann þá Mount St-Michel, hinn vinsæla áfangastað sem á fjórðu milljón ferðamanna heimsækja árlega.
Athugasemdir
Þegar Bréfsnef var leiðtogi Sovét var undir það síðasta öflugra og fjölmennra læknalið með honum í för en öryggisverðir.
Ef þessi Carla fer að gerast kröfuhörð, þarf karlinn sýnilega að fjölga í læknaliðinu og þá væntanlega á kostnað lífvarðanna!
Jónas Egilsson, 28.7.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.