11.11.2009 | 16:52
Gott hjá Óla
Það þarf auðmýkt og góðan skammt af hugrekki í svona leiðangur. Ég vona bara að Óla gagni vel, hann hefur allt til að bera sem þarf, traustur og klár maður þar á ferð.
![]() |
Ólafur í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gústi. Já það er gott ef einhver stígur fram og vill vinna fyrir þjóðina. Þekki ekki manninn en tek þín orð fyrir því að hann sé traustur. Ég hitti mömmu þína í Kringlunni í gær og var himinlifandi yfir því að hún þekkti mig. Sjálf hefur hún ekkert breyst síðan ég sá hana síðast nema kannski háraliturinn. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:12
Auðvitað þekkist þú strax! Allavega af fólki sem einhverju sinni hefur þekkt þig. Sumir eru alltaf eins, breytast ekkert þótt árin færist yfir þá.
Ágúst Ásgeirsson, 27.11.2009 kl. 16:35
Takk fyrir það Ágúst. Allavega er það þannig með mig að ég þekki ekki helminginn af þeim sem heilsa mér. Ég hef kynnst svo rosalega mörgu fólki í gegnum golfið , vinnuna og auðvitað pólitíkina að það er eiginlega að verða vandræðalegt. Vona bara að fólk hætti því ekki þó ég sé stundum lengi að kveikja
Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.11.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.