Stórtćkt sígarettusmygl stöđvađ

Upp úr braski og ólöglegri starfsemi virđist gott ađ hafa, ef marka má tilraunir manna til ađ smygla sígarettum til Frakklands. Í nóvember og desember hafa tollverđir í hafnarborginni Le Havre einni og sér gómađ 51 tonn af sígarettum.

Góssiđ var ađ finna í sex gámum sem fluttir voru frá löndum í Suđaustur-Asíu til Frakklands. Verđmćti farmsins er taliđ 13 milljónir evra, um tveir milljarđar króna. Komu ţeir til Le Havre á tímabilinu 17. nóvember til 17. desember. Sérstakur búnađur er gegnumlýsir gámana stuđlađi ađ fundi ţessum.

Gámunum var skipađ út í Malasíu, Víetnam og Singapúr en ekki liggur endanlega fyrir í hvađa landi framleiđslan átti sér stađ. Vindlingarnir voru í pökkum sem báru tegundarmerkingarnar Richman, Saint-Thomas, Capital og Business. Já, ćtli ţetta sé ekki góđur bisness ţótt stöku sendingar séu stöđvađar á leiđinni. Hermt er ađ góssiđ umrćdda hafi átt ađ setja á markađ í Frakklandi og Bretlandi. 

Eflaust ná tollverđir ekki nema hluta ţess sem reynt er ađ smygla en alls hafa hinir vösku verđir í Le Havre, helstu flutningahöfn Frakklands, gert 120 tonn af sígarettum upptćk á árinu.  



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband