Blair ergir franska sósíalista sem vilja hann ekki sem forseta ESB

Franskir sósíalistar vilja ekki sjá að Tony Blair verði fyrsti forseti Evrópusambandsins (ESB). Hann á hins vegar stuðning hægrimanna og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta vísan.

Blair var gestur ársfundar flokks hægrimanna (UMP) sl. laugardag og lýsti þar framtíðarsýn sinni fyrir Evrópu. Þykir koma hans til fundarins og ræða til marks um að hann hyggist sækjast eftir starfanum nýja sem til verður síðar á árinu.

Það líst leiðtoga Sósíalistaflokksins, Francois Hollande, meinilla á. Hann segir stuðning Blair við herförina í Írak gera hann óheppilegan til forsetastarfans.

„Við þurfum forseta sem gæti verið fulltrúi Evrópu sem hefur eigin stefnu og er óháð Bandaríkjunum. Og ég held að Tony Blair uppfylli þau skilyrði ekki,“ sagði Hollande við frönsku útvarpsstöðina Radio J.

Í ræðu sinni á þingi flokks UMP, sem Sarkozy var formaður uns hann var kosinn forseti, lét Blair þau orð falla að með skoðunum sínum og viðhorfum myndi hann eiga vel heima í stjórn Sarkozy. Þau ummæli kunnu franskir sósíalistar ekki að meta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband