Citroën-bragginn sextugur

Sextíu ár eru í haust frá ţví Citroën Deux Chevaux (2CV) bíllinn leit fyrst dagsins ljós á götum Frakklands, en landsmönnum leist ekki of vel á gripinn í fyrstu. Jafnframt eru 18 ár frá ţví síđasti bíllinn af um fimm milljónum smíđuđum rann af framleiđslulínunni.

Vegna tímamótanna hefur veriđ opnuđ sýning í vísindasafninu í París (Cité des Sciences) sem tileinkuđ er afmćli „braggans“, eins og bíllinn hefur löngum veriđ uppnefndur á Íslandi.

Ţar eru smíđiseintök frá ýmsum tíma, allt frá meinlćtislega gráum bíl frá 1948 upp í „Charleston“-stćlbílinn frá níunda áratugnum. Fyrir augu ber hvernig bíllinn hefur ţróast og breyst í áranna rás ţó ađ ytri línur hafi í ađalatriđum haldiđ sér. Einnig er gerđ grein fyrir ýmsum nýjungum sem Citroën hefur fundiđ upp um dagana.

Ţar má sjá strigasćtin gömlu sem kippa mátti úr bílnum í lautarferđum svo vel fćri um menn úti í náttúrunni. Líka langa bensínfetilinn sem var í fyrstu módelunum svo bćndur gćtu ekiđ bílnum í tréklossunum sem ţeir klćddust jafnan.

Setjast má upp í bíl og finna hina miklu fćrslulengd sem var í fjöđrun 2CV-bílsins en sú útfćrsla kom sér vel á ferđalögum á misjafnlega vel viđhöldnum sveitavegum.

Traustur og bilar sjaldan

Međal hönnunarforsendna braggans var ađ hann vćri „lítill fjögurra sćta bíll er gćti ekiđ yfir plćgđan akur međ eggjakörfu í aftursćtinu án ţess ađ neitt ţeirra brotnađi“. Upphaflega var hann hugsađur sem ódýrt farartćki fyrir efnalítiđ dreifbýlisfólk međ sćti fyrir fjóra.

Í sýningarskránni segir ađ međ uppsetningunni sé pínulítill og tćknilega framúrstefnulegur bíll er ţjónađi kynslóđum notenda heiđrađur. Blađiđ Le Monde segir sýninguna „tilfinningalega lofgjörđ“. Blađiđ sagđi einnig: „Allt annađ en ađ dást ađ bílnum er erfitt, miđađ viđ ţá ţjónustu sem hann innti af hendi og ţćr minningar sem honum tengjast.“

Allir núlifandi Frakkar á miđjum aldri og eldri eiga minningar tengdar 2CV-bílnum. Hann reyndist traustur og bilađi sjaldan, var ódýr í rekstri.

Segja má ađ hann hafi enst vel ţví vart líđur sá dagur ađ mađur sjái ekki „bragga“ á ferđ. Einkum ţó úti á landi, í sveitum, t.a.m. á Bretaníuskaganum ţar sem hann ţjónar ennţá eigendum sínum – yfirleitt öldruđu bćndafólki – vel.

Á eftirstríđsárunum komu fram litlir fólksbílar sem áttu eftir ađ verđa nokkurs konar ţjóđartákn og ná miklum vinsćldum. Jafnvel langt út fyrir landsteina viđkomandi ríkja.

Ítalir fengu Fiat 500, Ţjóđverjar bjölluna frá Volkswagen, Bretar mínibílinn frá Austin og Frakkar framdrifna „tvíhófinn“ eins og margir nefna 2CV-bílinn. Ţar er óbeint skírskotađ til ţess ađ framan af var hann knúinn tveggja strokka, 375 rúmsentimetra og níu hestafla loftkćldum mótor.

Stöđutákn víđa um heim

Langlífi Citroën-bílsins er annálađ og einungis bjallan stenst honum snúning í ţeim efnum. Báđir bílarnir voru fundnir upp fyrir seinna stríđiđ. Fyrstu 2CV-bílarnir, sem Citroën nefndi reyndar TPV, voru tilbúnir til ađ fara á markađ sumariđ 1939.

Citroën greip hins vegar til ţess ráđs ađ eyđileggja nćr alla bílana hundrađ sem tilbúnir voru svo ađ ţeir féllu ekki í hendur innrásarherja nasista. Nokkrir voru faldir á sveitabćjum og í geymsluskúrum. Komu fyrstu bílarnir af ţessari földu frumsmíđ ekki fram í dagsljósiđ fyrr en áriđ 1968.

Ţrír TPV-bílar í mjög góđu ásigkomulagi fundust áriđ 1998 undir heyi í hlöđu viđ gamla ćfingabraut Citroën viđ Ferté-Vidame í hérađinu Eure-et-Loir. Vöktu ţeir mikla athygli á fornbílasýningu í París sama ár.

Ţegar 2CV-bíllinn birtist svo í sýningargluggum bílasala í París 14. október 1948 og fór ţar međ á almennan markađ var hann ögn nútímalegri en frumsmíđin. Bílablađamönnum ţótti hann ţó gamaldags og hálfúreltur og almenningur hafđi í fyrstu efasemdir um bílinn. En ekki leiđ á löngu ţar til almenningur tók ástfóstri viđ braggann vegna einfaldleikans. Áđur en varđi var fimm ára biđlisti eftir bílnum.

Á sjöunda áratugnum og síđar ţjónađi 2CV-bíllinn eigendum sínum í öllum löndum Evrópu og í Suđur–Ameríku. Og hann var í lykilhlutverki í margri kvikmyndinni, ţar á međal í Bond-myndinni „For Your Eyes Only“ frá árinu 1981 og í „Apocalypse Now“. Ađ ţví kom ađ franski fátćklingabíllinn varđ ađ stöđutákni víđa um heim. Jafnvel á Íslandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir fróđlega fćrslu.

Guđmundur Brynjólfsson (IP-tala skráđ) 23.5.2008 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband