Frakkar teljast vera 63.185.925

Franska hagstofan birti á gamlársdag íbúatölur eins og þær voru við árslok 2006. Þá reyndust Frakkar vera alls 63.185.925 talsins og telst það hin opinbera íbúatala landsins við upphaf ársins 2009. Fjölgaði  Frökkum um 5% eða þrjár milljónir á árunum 1999-2006, en 1999 voru þeir 60.185.831. Af ríkjum Evrópusambandsins (ESB) eru íbúar Þýskalands einungis fleiri.

Af einstökum héruðum landsins varð fjölgunin á tímabilinu hlutfallslega mest á Korsíku, eða 13%, í  Languedoc-Roussillon var hún 10,4%, í Midi-Pyrénées 8,8% og 7,3% í héraðinu l'Aquitaine. Minnst varð fjölgunin í norður- og austurhluta landsins, eða 0,5% í Nord-Pas-de-Calais, 1,1% í Lorraine og 1,9% í Picardie. Í aðeins einu héraði varð fækkun, um 0,3%, þ.e.a.s.í Champagne-Ardenne.

Á landsvísu skýrist fjölgun íbúa mest af fæðingum sem hafa verið talsvert umfram dauðsföll. Fólksflutningar hafa hins vegar talsverð áhrif varðandi íbúafjölgun einstakra héraða landsins. Stórborgir eiga sinn skerf af fjölguninni.

Þannig fjölgaði íbúum Parísar í herfunum 20 innan hringvegarins um tæp 60.000 á tímabilinu, eða úr 2.122.848 íbúum í 2.191.371. Hjálpar þar til auknar fæðingar og nýbyggingar fjölbýlishúsa en hlutfallslega er meðalaldur íbúa Parísar lágur - og dánartíðni þar af leiðandi lægri - vegna brottflutnings lífeyrisþegar til suðurhluta landsins.

Á eftir París er Marseille næstfjölmennastas borg Frakklands, með 847.084 íbúa, í þriðja sæti er Lyon með 480.778, í fjórða Toulouse með 444.392, í fimmta Nice með 350.735, í sjötta Nantes með 282.853, í sjöunda Strasbourg með 276.867, í áttunda Montpellier með 254.974, í níunda Bordeaux með 235.878 og tíunda stærsta borg Frakklands er Lille með 232.432 íbúa. Helmingur 10 stærstu borganna sem sagt á belti syðst í landinu, frá Bordeaux til Nice.

Mest er íbúaþéttnin á Stór-Parísarsvæðinu, svæði er nefnist Ile-de-France eða 11,5 milljónir. Munar þar mest um útborgir Parísar. Í héruðunum fjórum syðst í landinu frá Atlantshafi til Alpafjalla búa rúmar 13 milljónir. Næstfjölmennasta einstaka héraðið er Rhone-Alpes með sex milljónir íbúa en á því er að finna þriðju stærstu borgina, Lyon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband