Verðbólga ekki lægri í Frakklandi frá 1957

Franska hagstofan (INSEE) segir að verðbólga hafi ekki verið lægri í landinu frá árinu 1957. Verðlagsvísitalan hækkaði um 0,2% í aprílmánuði og var aðeins 0,1% á ársgrundvelli, frá apríl í fyrra. Sérfræðingar telja þetta geta örvað almenning til aukinnar neyslu og þar með hagvaxtar.

Svonefnd undirliggjandi verðbólga, þar sem árstíðabundnar vörur og orkuverð er ekki talið með, var óbreytt frá fyrra mánuði í apríl, eða 1,6%. Búist hafði jafnvel verið við verðhjöðnun en sérfræðingar segja stöðuga undirliggjandi verðbólgu góðs viti og benda til þess að hætta á varanlegri verðhjöðnun færi minnkandi.

Megin skýringar á hækkuninni í apríl er árstíðabundin hækkun ferða-, flutninga-  og fjarskiptakostnaðar.  Framleiðsluvörur lækkuðu hins vegar í verði í mánuðinum, t.d. bílar um 0,3%, matvæli um 0,1% og heilbrigðisvörur lækkuðu um sömu prósentu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband