Fyrsta Airbusþotan smíðuð í Kína flýgur fyrsta sinni

Fyrsta Airbusþotan sem er að öllu leyti samsett í dótturfyrirtæki Airbus í Kína flaug fyrsta sinni í dag. Tilraunaflugið var velheppnað. Þotan verður afhent kínversku flugfélagi í næsta mánuði og hefur þá farþegaflug.

Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem samsett er utan Evrópu. Hún er af gerðinni A320. Kínverska flugleigufélagið Dragon Aviation Leasing keypti hana og verður hún leigð Sichuan Airlines til farþegaflugs, að sögn evrópsku flugvélaverksmiðjanna.

Samsetningaverksmiðja Airbus í Kína var reist í fyrra í borginni Tianjin, sem er 120 km frá Peking. Áætlað er að þaðan verði til viðbótar á þessu ári afhentar 11 þotur af gerðunum A319/A320. Smám saman verða afköstin aukin og miðað er við að fyrir árslok 2011 renni fjórar þotur á mánuði úr smiðjunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband