Páfagaukurinn sló fjármálasnillingunum við!

Maður skyldi ætla, að þeir séu skömmustulegir 10 sérfræðingar í hlutabréfaviðskiptum sem tóku þátt í fjárfestingakeppni sem fram fór í Seoul í Suður-Kóreu. Meðal þátttakenda var fimm ára kvenpáfagaukur frá Papúa Nýju Gíneu. Hann reyndist flestum hámenntuðum sérfræðingunum snjallari.

Páfagaukurinn heitir því frumlega nafni Ddalgi, eða Jarðarber, í íslenskri þýðingu. Keppnin fór fram á vegum fyrirtækis að nafni Paxnet sem sérhæfir sig í hlutabréfaupplýsingagjöf á netinu.

Dalgi byrjaði með 60 milljónir wona sýndarfjár eins og hver og einn sérfræðinganna, en upphæðin jafngildir 48.000 dollurum. Í hverjum viðskiptum voru bréf keypt eða seld fyrir 10 milljónir wona.

Hlutabréfafræðingarnir völdu þau bréf sem þeim leist á. Páfagaukurinn ákvað sín viðskipti hins vegar þannig, að hann greip í gogginn bolta úr hópi 30 bolta sem hver um sig táknaði eitt 30 fyrirtækja sem öruggt þótti að fjárfesta í, t.d. Samsung rafeindarisann.

„Niðurstaðan var ótrúleg. Ddalgi varð þriðji með 13,7% hagnað af fjárfestingum sínum,“ sagði forstjóri Paxnet, Chung Yeon-Dai við frönsku fréttastofuna AFP. 

Að meðaltali varð halli af fjárfestingum karlanna 10, sem nam 4,6% Aðeins tveir þeirra skákuðu páfagauknum, annar skilaði 64,4% hagnaði og hinn 21,4%. Allir starfa mennirnir hjá litlum eða meðalstórum fjármálafyrirtækjum.

Á vikunum sex keyptu þeir eða seldu 190 sinnum hver. Á sama tíma fékk páfagaukurinn sjö sinnum að velja sér hlutabréf.

Niðurstaðan af tilrauninni er sú, sagði Chung, að langtíma fjárfestingar í hlutabréfum öruggra fyrirtækja séu öruggar og skilvirkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband