Ofbeldisfullir makar beri rafarmbönd svo fylgjast megi með þeim

Gera ætti tilraunir með að brennimerkja ofbeldisfulla maka með armbandi sem sendir frá sér staðsetningarmerki. Það vill franski fjölskyldumálaráðherrann, Nadine Morano.

Hún lýsir þessari skoðun sinni við blaðið Le Figaro en hugmynd hennar er að makar sem gerst hafa sekir um heimilisofbeldi beri armbaönd sambærileg þeim sem t.d. barnaníðingar bera eftir að þeir eru lausir úr fangelsi. Með því móti sé hægt að fylgjast með ferðum þeirra allan sólarhringinn og þýðir lítt fyrir viðkomandi að þræta fyrir hvar þeir voru hverju sinni.

„Ég vil að drengjum sé kennt í skóla að réttur þeirra til að slá stúlkur sé enginn. Einnig ættum við að gera tilraunir með að láta ofbeldisfylla maka bera rafarmbönd, eins og á Spáni. Ég vil að ríkisstjórnin ræði það,“ segir Morano við Le Figaro.

Spænska stjórnin ákvað í fyrravetur að ætlunin væri að fylgjast með ofbeldisfullum mökum með því að gera þeim að bera rafarmbönd með GPS-staðsetningarbúnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er þetta ekki bara þokkalega góð hugmynd ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Mér finnst þetta fyllilega athugandi. Varðar kannski einhverjar mannréttindareglur. En ég hef t.d. aldrei botnað í körlum sem berja konurnar sínar. Það þarf að halda þeim sem lengst frá þeim. Auðvitað á þessi rafarmbandaumræða við konur líka. Það eru ekki bara karlar sem stofna til ofbeldis á heimilum þótt eflaust séu þeir fleiri og standa öðru vísi að vígi sakir aflsmunar.

Ágúst Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

http://www.batteredmen.com/   Ágætis lesning

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.8.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvað með konur sem berja mennina sína, sem er sennilega eitt mest dulda ofbeldi sem til er, því það þorir enginn kk að viðurkenna það og konur vita það.  Reyndar held ég að þær konur sem beita ofbeldi noti sér stundum að kæra mennina fyrir ofbeldi þegar þeir bera hönd fyrir höfuð sér.

Einar Þór Strand, 12.8.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ekkert var rætt um að rafarmböndin yrðu bara sett á vonda karla. Því hlýtur hið sama að eiga við um konur sem berja, að þær verði að bera þennan staðsetningarbúnað líka.

Ágúst Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband