Ferðalangar gætu þurft að borga fyrir björgun

Franskir ferðalangar sem rata í vegvillur, einkum á varasömum svæðum í veröldinni, gætu þurft að borga fyrir björgunaraðgerðir þurfi ríkisstjórn þeirra að koma þeim til bjargar.

Samkvæmt drögum að lagafrumvarpi á vegum franska utanríkisráðuneytisins yrðu ferðalangar að endurgreiða fargjöld og annan kostnað sem til félli við að bjarga þeim af átakasvæðum, úr klóm mannræningja eða úr öðru fjandsamlegu umhverfi.

 

Embættismenn segja tilgang laganna að gera ferðalanga ábyrgari og meðvitaðri um hættur af grasserandi sjóræningjastarfsemi víða um heim og mannránum.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er nú bara töluvert sammála þessu. Ég er afar upptekin af að menn beri ábyrgð á sér og sínum gjörðum. Auðvita er það ekki alltaf hægt það verða ýmis óhöpp, en þetta gerir menn meira meðvitaða um hvað er í húfi. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.9.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband