Uppreisnarákall 93 ára andspyrnjuhetju jólabókin í ár í Frakklandi

stephane_hessel_1050557.jpgAldur er engin hindrun ţegar bókarskriftir eru annars vegar, ef marka má velgengni  30 blađsíđna kvers 93 ára gamals andspyrnuhetju, Stephane Hessel, sem hvetur landsmenn til ađ rísa upp gegn nútímasamfélaginu.

Indignez-vous! heitir bókin á frummálinu sem mćtti leggjast út sem: „Hneykslist ţér“. Inntakiđ er í ţeim anda; hvatning til ađ rísa upp gegn göllum, misrétti og ójöfnuđu nútímasamfélagsins.    

Útgefandi sem kemur forlagi sínu fyrir í kvistherbergi í Montpellier í Suđur-Frakklandi lét sig aldrei dreyma um ţćr viđtökur sem kveriđ hefur fengiđ. Fyrsta upplagiđ var einungis 6.000 eintök. Miđađ viđ höfđatölu jafngilti ţađ 30 eintökum á Íslandi en tćpast hefur nokkur bók á Íslandi veriđ gefin út í jafn litlu upplagi.

Ţá var verđ „Hneykslist ţér“ óvenjulágt eđa ađeins 3 evrur. Sem er lágt verđ frumútgáfu í landi ţar sem bókaverđi er handstýrt af hinu opinbera og haldiđ háu lögum samkvćmt.

Viđtökurnar hafa komiđ öllum á óvart. Tveimur mánuđum eftir útgáfu hefur bókin veriđ í fimm vikur í efsta sćti bóksölulista. Slćr Hessel mörgum stórnöfnum franskra bókmennta viđ svo um munar. Hafa 600.000 eintök selst og ekkert lát er á vinsćldum hennar og spáđ ađ brátt fari salan í milljón eintök.Ég á t.d.ć eftir ađ verđa mér úti um eitt.

Hessel fćddist í Berlín 1917 en var sjö ára er fjölskylda hans fluttist til Frakklands. Eftir ađ nasistar hernámu Frakkland í seinna stríđinu gekk hann til liđs viđ frönsku andspyrnuhreyfinguna. Var gómađur og sendur og sćtti pyntingum í fangabúđum nasista í Buchenwald og Dora. Eftir stríđ var hann um tíma í frönsku utanríkisţjónustunni.

Í bókinni fćrir Hessel rök fyrir ţví ađ franska ţjóđin ţurfi ađ temja sér gildi andspyrnuhreyfingarinnar ţar sem inntakiđ var réttlát reiđi. Franska ţjóđin ţurfi ađ reiđast aftur, segir hann, og taka ábyrgđ á ţví sem fariđ hafi aflaga í samfélaginu. Varar hann viđ vaxandi bili milli ofurríkra og blásnauđra og međferđinni á ólöglegum innflytjendum. Mćlir hann fyrir ţví ađ frjálsir fjölmiđlar fái aftur byr í seglin og umhverfisvernd. Ennfremur fyrir mikilvćgi ţess ađ stađinn verđi vörđur um franska velferđarkerfiđ. Hvetur Hessel til friđsamlegrar og ofbeldislausrar uppreisnar.

Sumir, og ţá sérstaklega vinstri menn,  hafa viljađ skrifa vinsćldir bókarinnar á gremju međ ţađ sem ţeir kalla aukinn félagslegan ójöfnuđ á valdatíma Nicolas Sarkozy forseta. Nćrtćkara ţykir ađ skýra viđtökurnar neđ sjarmerandi framkomu og persónutöfrum Hessels og merkilegu lífshlaupi. Viđtal viđ hann í sjónvarpi á dögunum vakti alla vega hrifningu hjá mér og áhuga á efninu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband