Eva Joly dæmd úr leik?

1_eva_joly.jpg

Spurning dagsins er hvort þær Eva Joly og Marine Le Pen verði dæmdar úr leik í frönsku forsetakosningunum, þ.e. atkvæði þeirra í kosningunum í fyrradag verði ógilt.

Tveir lögmenn kærðu kosningarnar í gær til stjórnlagaráðsins og kröfðust þess að atkvæði Joly og Le Pen - sem báðar eru einnig lögmenn - á þeirri forsendu að nöfnin „Eva Joly“ og „Marine le Pen“ standist ekki kosningnalöggjöfina. Þetta séu ekki hin lögformlega réttu for- og eftirnöfn þeirra, eins og lögin um útlit kjörseðla kveða á um.

Samkvæmt þjóðskrá sé nafn Evu Joly í raun Gro Eva Farseth og Marine Le Pen heitir það ekki nema svona til þæginda; hennar rétta nafn samkvæmt þjóðskránni sé Marion Anne Perrine Le Pen.

Að sögn kærenda hefði því átt lögunum samkvæmt að standa á kjörseðlunum Gro Farseth og Marion Le Pen. Fyrir liggur ekki hvenær stjórnlagaráðið tekur afstöðu tilkærunnar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þá ekki að ekki að dæma

Nicolas Paul Stéphane Sarközy de Nagy-Bocsa

úr leik líka ?

Mikael Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 20:53

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Kosning Sarkozy hefur ekki verið kærð, svo ég viti. Hann sleppur líklega þar sem fyrsta nafnið í fornafnaröðinni gildir og Sarkozy er upphafið að ættarnafninu, hlutinn de Nagy-Bocsa vísar til þorps og héraðs þaðan sem ungverskir forferður hans eru komnir. Ekki kann ég mjög í þessum fræðum en það gildir annars hvernig þetta er skráð hjá þjóðskránni.

Ágúst Ásgeirsson, 24.4.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband