Skilar þetta sér ekki aftur í ríkissjóð í aukinni neyslu?

Stenst það hagfræðina að tala um að eitthvað kosti ríkissjóð, eins og Vilhjálmur segir um aukinn  persónuafslátt? Og gleymir hann ekki að reikna þá hvað mikið af þessari kjarabót skilar sér aftur í ríkissjóð í formi virðisauka o.s.frv.? Lækkun skatta jafngildir verulegri hækkun kaupmáttar og það er augljóst að menn eyða aukaseðlunum sem þeir hefðu milli handa með skattalækkun.

 


mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulega þegar metinn er "kostnaður" á einhverju þá er tekið með í reikninginn hve mikið "kemur til baka", það á líka við með ríkið. Hins vegar er það upphæð sem þarf að meta (t.d. hve stór upphæð færi í að greiða lán, kaupa vöru á 7% vsk., kaupa vöru á 14% skatt o.s.frv.). Hvort það sé hinsvegar gert í þessum tölum Vilhjálms veit ég ekki. Enda eru fjölmiðlar ekki nógu vandaðir og má eiginlega segja að þetta sé "ekki frétt". Segir manni allavega voðalegur lítið.

Baldur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þegar maður sér þetta dettur manni fyrst og fremst í hug að þetta sé gróf en "educated" ágiskun um þær tekjur sem ríkissjóður verður af við þá einu aðgerð að auka persónuafslátt einhvers tiltekins fjölda fólks. Þetta er þvílík upphæð, cirka persónuafsláttur 80.000 manns, að ég býst við að þarna vanti það sem kemur til baka í staðinn er fólk ráðstafar fénu.

Ágúst Ásgeirsson, 5.1.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband