„arabadurtur“ - óheppilegra gat lykilorðið vart verið

Engan þarf að undra þótt verkstæðisformaðurinn Mohamed Zaidi hafi orðið hlessa og móðgast er hann áttaði sig á lykilorðinu sem Orange-símafyrirtækið úthlutaði honum er hann tengdi verkstæði sitt í Pessac í Gironde internetinu.

Zaidi er 39 ára og af innflytjendum frá Norður-Afríku kominn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið er hann fékk lykilorðið „salearabe“, sem útleggja mætti á besta veg sem „arabadurtur“. Á götumáli hér í landi er merkingin jafnvel enn verri.   

Svo sem skilja má kvartaði hann við netþjónustuna og forstöðukona hennar viðurkenndi við blaðið Ouest-France að málið væri hið hneykslanlegasta og með öllu óásættanlegt. „Þetta gekk fram af okkur öllum hér, háum sem lágum í fyrirtækinu,“ sagði hún við blaðið.

Samstundis var hafin innanhússrannsókn hjá Orange til að komast til botns í því hvers vegna Zaidi fékk úthlutað þessu lykilorði. Í þeirri athugun verður m.a. reynt að leiða í ljós hvort um vísvitandi inngrip af hálfu starfsmanna hafi verið að ræða.

Að öðru leyti get ég vitnað um að þjónusta Orange er með afbrigðum, er kaupandi að henni eftir að hafa verið hjá vonlausu netfyrirtæki áður, free.fr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi vonandi bara klaufaskapur og/eða hugsunarleysi

Mikið ofsalega er þetta fallegt umhverfi á "haus"myndinni, býrð þú þarna?

Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Já, já, þetta er frá bænum mínum, sést reyndar lítið sem ekkert í hann vegna trjánna við kastalagarðinn. Lítill ágætur bær á Bretaníuskaga. Í þessum kastala sleit barnsskónum eitt af stórskáldum Frakklands, Francois-Rene de Chateaubriand. Upphaf rómantísku bókmenntastefnunnar í Evrópu er rakið til hans og því má segja að kastalinn - og bærinn - sé vagga rómantíkurinnar. Ekki amalegt það.

Ágúst Ásgeirsson, 11.1.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband