Chirac verđur saksóttur fyrir ađ misnota almannafé

Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseti er ekki búinn ađ bíta úr nálinni vegna spillingarmála í tíđ hans sem borgarstjóri Parísar. Hann verđur ađ líkindum dreginn fyrir rétt í sumar fyrir ađ misnota sjóđi borgarinnar í ţágu til ađ fjármagna kosningabaráttu sína.

Eftir ađ Chirac lét af forsetastarfi sumariđ 2007 hafa vinsćldir hans aukist jafnt og ţétt ţó hann hafi ađ mestu haldiđ sig utan kastljóss fjölmiđla og sjáist sjaldan á almannafćri. Mestur er stuđningur ţessi međal vinstri sinnađra kjósenda. Vafasöm fortíđ hans vofir hins vegar yfir honum sem draugur og gćti átt eftir ađ sverta ímynd hans.

Nú hefur rannsóknardómarinn Xaviere Simeoni sem fer međ annađ af tveimur málum gegn Chirac gefiđ lögmönnum hans frest fram í júlí til ađ gera athugasemdir viđ gögn málsins og fara fram á frekari rannsókn málsţátta. Ađ ţeim fresti liđnum ţykir blasa viđ ađ ákćra fyrir misnotkun almannafjár verđi birt forsetanum fyrrverandi.

Chriac er gefiđ ađ sök ađ hafa sett fylgismenn sína og vini á launaskrá Parísar í borgarstjóratíđ sinni. Hlutverk ţessa „sérlega starfsafla“ hafi ekki falist í öđru en undirbúa forsetaframbođ hans. Út á viđ neitar hann ţessum ásökunum stađfestlega en heimildir úr dómskerfinu herma, ađ viđ yfirheyrslur hafi Chirac játađ, ađ hann einn ćtti ađ bera sök á ólögmćtum ráđningum en ekki nánustu ráđgjafara og samverkamenn hans.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband