Fimmti sigur Spánverja í röđ í Tour de France

Ţá er Frakklandsreiđinni [Tour de France] lokiđ. Eftir sitja ljúfar minningar um skemmtilega og drengilega keppni, en umfram allt mjög spennandi. Og fjölmörg dramatísk atvik vikurnar ţrjár sem ţessi ţolraun stendur yfir.

Já, fyrir knapana er ţolraunin meiri en í nokkurri annarri íţrótt. Ţriggja vikna og tćpra 3600 kílómetra strit, m.a. upp og yfir hvern fjallgarđinn af fćtur öđrum í Ölpunum og Pýrenneafjöllum. Í sól og brćđandi hita eđa rigningu og kulda og öllu ţar á milli. Ég vorkenni ţeim ţó ekkert - ţetta er ţeirra frjálsa og sjálfviljuga val - og sćki innblástur í ţá er ég stíg á bak mínum hjólhesti!

Ţetta er ţó ekki alveg rétt ţví ég vorkenndi Lance Armstrong vegna ófara hans. Hvađ eftir annađ datt hann á hausinn og hlaut marga skrámuna fyrir vikiđ. Ţađ dró ţó vart úr honum baráttuandann nema mjög tímabundiđ ţví hann sýndi gamla takta og hörku er hann freistađi sigurs á einni leiđinni í Pýrenneafjöllum. En varđ ađ játa sig sigrađan á síđustu metrunum.

Ég vissi lítiđ um persónuna Lance Armstrong, ţekkti bara afrek hans, en er ţessa dagana ađ lesa stórfína bók um lífshlaup hans sem kom út á Íslandi fyrir nokkrum árum. Einstök saga - og frábćr bók.

Ţađ er langt síđan túrinn hefur veriđ jafn spennandi og úrslitin órćđ. Og ţótt Alberto Contador hafi á endanum veriđ rúmlega hálfri mínútu lengur međ 3.600 kílómetra en Andy Schleck ţá verđur ađ fara mörg ár aftur í tímann til ađ sjá jafn lítinn mun. Mér hafa tímatökur á einstaklingum sjaldan ţótt spennandi en í ţeirri sem fram fór á laugardag, nćst síđasta degi reiđarinnar, var spennan lengi ótrúleg.

Schleck var 8 sekúndum á eftir Contador fyrir tímatökuna en lagđi hratt af stađ og saxađi smám saman á hana. Og eftir ekki svo mjög marga kílómetra var hann búinn ađ slétta muninn út. Klukkurnar sýndu lengi vel eina sekúndu til eđa frá og spennan var í algleymingi. Međ ţessari taktík neyddi Schleck svo Contador, sem rćsti ţremur mínútum seinna, til ađ gefa í frá byrjun.

Síđustu 20 kílómetrana af 54 herti Contador á sér og náđi ađ endurheimta forystu sína og gott betur. Hann hefur löngum veriđ miklu betri í tímatökum en á laugardag fékkst stađfesting á ţví ađ á ţví sviđi hefur Schleck fariđ gríđarlega fram. 

Lokareiđin til Parísar í gćr var hálfgert formsatriđi og snerist fyrst og síđast um hver yrđi sprettharđastur upp Elysee-breiđgötuna, í átt ađ Sigurboganum.  Annađ áriđ í röđ sýndi Mark Cavendish hinn breski ađ enginn er fljótari á tveimur hjólum í heiminum en hann.

Ţetta er fimmta áriđ í röđ sem spćnsku hjólagarpur vinnur Frakklandsreiđina og ţriđji sigur Contadors. Hann vann 2007 og 2009 auk nú. Tvo ţessa sigra fengu ţeir í arf vegna lyfjamála, falls Floyd Landis 2006, Mikaels Rasmussen hins danska 2007 og Alexanders Vinokourov 2008.

Annars er ţađ markvert fyrir túrinn í ár ađ enginn knapi féll á lyfjaprófi. Slíkt hefur ekki gerst á ţessari öld en lyfjahneyksli hafa sett blett á túrinn og hjólreiđarnar um langt árabil. Gríđarleg barátta gegn ţeim ófögnuđi er ađ skila greinilegum árangri. Ţađ ásamt hinni skemmtilegu keppni í ár - og góđri frammistöđu franskra hjólreiđamanna - hefur orđiđ til ađ auka veg og virđingu Frakklandsreiđarinnar á ný - og efla vinsćldir.

Já, vinsćldir túrsins eru einstakar. Međfram vegum landsins ţar sem hjólagarparnir fóru um, stilltu sér upp um 17 milljónir manna til ađ fylgjast međ í návígi og hvetja hjólamennina. Milljónir horfđu á útsendingar frönsku ríkisstöđvanna France2 og France3. Og keppninni var sjónvarpađ til tćplega 200 landa, misjafnlega mikiđ í beinni útsendingu ţó. Hér í landin er sýnt beint frá keppninni og ýmsu sem henni tengist í um sex stundir á dag og sjónvarpssófinn ţví ţrćlsetinn undanfariđ.

Ég er strax farinn ađ hlakka til Tour de France ađ ári.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir ađ tímatakan var ótrúlega spennandi og um tíma hélt ég ađ Schleck hefđi möguleika á ađ vinna.

Ţađ verđur eftirsjá af Armstrong sem ćtlar ađ hćtta núna. Hann sýndi svo sannarlega hörku í ár ţrátt fyrir ađ detta nokkrum sinnum. Annars mun Andy Schleck örugglega halda áfram ađ bćta sig og verđur enn verđugri andstćđingur á nćsta ári. Ţá má Contador vara sig. Eitt sem ég hef aldrei skiliđ er hvers vegna reyna menn ekki á síđasta degi ađ vinna keppnina ţegar munurinn er svona lítill eins og hann var í ár?

Mađur bíđur svo sannarlega spenntur eftir keppninni ađ ári.

Steinn (IP-tala skráđ) 26.7.2010 kl. 22:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband