Bayern vildi a.m.k. 100 milljónir evra fyrir Ribery

Ekkert skrítið að Bayern München hélst á Franck Ribery, franska framherjanum sókndjarfa. Liðið setti það háan verðmiða á hann að lið sem sýndu honum áhuga misstu móðinn. Uli Höness staðfesti í dag, að Bayern hefði krafist a.m.k. 100 milljóna evra fyrir Ribery af Real Madrid er spænska stórliðið lagði sig í líma í sumar að krækja í hann.

Höness segir Bayern hafa viljað „þriggja stafa tölu upphæð“ fyrir Ribery og er liðið sat fast við þann keip hafi Real Madrid gefist upp. Enda búið að reiða fram vel á annað hundrað milljónir evra fyrir Kaka og Ronaldo.

Að sögn franska íþróttadagblaðsins var Real Madrid reiðubúið að borga 80 milljónir evra fyrir Ribery. Hann gekk til liðs við Bayern 2007 og er samningsbundinn út árið 2011. Hann hefur sjálfur látið svo um mælt að frá Bayern færi hann ekki til neins annars liðs en hins spænska.

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband