Franskur skútustjóri sigldi 1.626 km á sólarhring

Frakkar eru miklir siglingamenn og krökkt er yfirleitt af skútum við strendur landsins frá í mars og fram í október.

Svo hefur verið um áratuga skeið, ef ekki lengur. Oft á ári setja þeir einhver met. Í dag sigldu t.d. Pascal Bidegorry og áhöfn hans lengri vegalengd á sólarhring en nokkru sinni hefur áður verið gert á skútu.

Bidegorry of félagar lögðu að baki 880 sjómílur á 24 stundum og meðalhraðinn því 36,66 hnútar á klst.  Það jafngildir 1.626 kílómetrum, sem er ekki fjarri vegalengdinni frá London til Reykjavíkur í beinni línu! Gamla metið átti annar franskur skútustjóri, Franck Cammas.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gengur engin skúta þetta hratt (meðal hraða komon) eins og hraðbátur?

Jón Skipstjóri (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta er kannski lygilegt. En staðreynd engu að síður. Þetta er risastór þríbytna.


Ágúst Ásgeirsson, 3.8.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband