Heimsmeistarar í svartsýni

Frakkar eru ekki bara heimsmeistarar í handbolta og ýmsum öðrum íþróttum. Þeir eru einnig heimsmeistarar í svartsýni ef marka má afkomuvæntingar þeirra á nýja árinu. Eru þeir meir að segja bölsýnni en íbúar stríðshrjáðra landa á borð við Írak og Afganistan.

Þetta eru niðurstöðu alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem birtist í blaðinu Le Parisien í gær, 2. janúar, og unnin var af BVA-Gallup. Alls telja 61% Frakka að árið verði þeim fjárhagslega erfitt, en meðaltalið sem er þeirrar hyggju á alþjóðavísu er aðeins 28%.

Til samanburðar óttast aðeins 22% Þjóðverja að afkoma þeirra verði verri í ár en 2010. Á Ítalíu er hlutfallið hins vegar 41%, 48% á Spáni og 52% í Bretlandi. Og bölsýnin hefur aukist frá því fyrir ári var hlutfall svartsýnna Frakka 10 prósentustigum minna, eða 51%.

Spurðir um eigin stöðu nú segja 37% Frakka hana hafa versnað á nýliðnu ári. Spurðir um afstöðu til atvinnuástandsins óttast 67% Frakka að atvinnuleysi muni aukast í ár. Það hlutfall var einungis hærra í Bretlandi og Pakistan.

Mér hefur löngum þótt Frakkar meistarar í því að kvarta og kveina, jafnvel þótt þeir hafi það ansi gott. Einna verstir eru þeir sem njóta mestra forréttinda. Alls kyns mótmæli eru birtingarform þessarar óánægju. Og það athyglisverða er, að stjórnmálamenn hafa oftast gefið undan. Þess vegna var ólgan svo mikil á stundum 2010; því stjórn Sarkozy forseta lét ekki undan áköfum mótmælum, m.a. við skynsömum breytingum á lífeyriskerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband