Gómaður 29 árum eftir morð

Franskur karlmaður var hnepptur í gæsluvarðhald í gærkvöldi, sem er sosum ekki í frásögur færandi nema sakir þess að hann mun hafa á samviskunni morð á fjórum 17 til 26 ára konum á árunum 1980 til 1983.

Maðurinn er í haldi í sýslunni Essonne en morðin áttu sér stað við N20-þjóðveginn skammt frá borginni Etampes, suðvestur af Parísarborg, í tilgreindri sýslu.

Líffsýni sem fannst á vettvangi kom upp um manninn; sæði í bréfþurrku skammt frá einu fórnarlambanna gerði sérfræðingum kleift að greina ADN-kjarnsýrur hans.  Hins vegar fannst hann ekki fyrr en í gær. Eftir er að greina frá því hvernig það bar að, að öðru leyti en því að það var erfðaefni hans sem kom honum að lokum undir hendur réttvísinnar.

Lögreglan verst fregna af handtökunni, m.a. vegna þess að hugsanlega teljast brotin fyrnd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband