Opinberum starfsmönnum fækkar um 34.000 í Frakklandi

Með því að ráða aðeins í annað hvert opinbert starf sem losnar verða opinberir starfsmenn í Frakklandi 34.000 færri á næsta ári en þegar Nicolas Sarkozy tók við forsetastarfi fyrir tveimur árum.

Þetta staðfestir efnahags- og fjármálaráðherrann Christine Lagarde í viðtali við blaðið Le Monde.

Við fækkunina lækkar launakostnaður ríkisins um milljarð evra. Helmingi ávinnings hefur Sarkozy heitið að renni til þeirra opinberu starfsmanna sem eftir eru í formi launaviðbótar.  

Í aðeins einum ríkisgeirans verður reglunni um að ráða ekki nema í eitt starf af hverjum tveimur sem losna.

Heilbrigðisgeirinn verður undanskilinn enda mikill skortur á fólki, t.d. til starfa á spítulum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband